Virkjum vinnustaðinn

Orkustjórnun fyrir stjórnendur og starfsmenn

Virkjum vinnustaðinn snýst um orkustjórnun fyrir stjórnendur og starfsmenn á sama vinnustað.

Þátttakendur fá kynningu á orkustjórnun, greiningu á þörfum sínum og taka þátt í vinnustofum sem settar eru upp með þarfir þeirra í huga. Á milli vinnustofa innleiða þátttakendur orkuvenjur sem miða að því að auka orku þeirra og afköst í vinnu og heima.

Dæmi um vinnustofur: 

  • Orkupásur. Stuttar og öflugar vinnupásur veita hvíld frá verkefnum dagsins og skapa aukaorku. 
  • Góða nótt. Góður svefn er lykill að góðri heilsu. Venjur fyrir svefninn skipta miklu máli.
  • Stóru málin. Hvernig maður útilokar áreiti og nær að einbeita sér að stærstu og mikilvægustu verkefnunum.
  • Úlfatíminn. Foreldrar og börn eru oft þreytt eftir langan dag í vinnu/skóla og mætast svo á heimilinu. Lausnin er einföld.
  • Matar-æði. Hvernig maður kemur sér upp góðum matarvenjum og nærir líkamann á því sem gefur orku.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson  

Ráðgjafar