Störf í boði

Ráðningastjóri - Hreint

Hreint efh óskar eftir að ráða ráðningarstjóra. 

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund, sem elskar mannleg samskipti og hefur gaman af því að ráða fram úr hinum ýmsu áskorunum.

Hlutverk/verkefni

 • Umsjón með ráðningum (almennra starfsmanna í ræstingar) fyrir fyrirtækið í heild
 • Utanumhald með lausum verkefnum 
 • Gerð og vöktun ráðningasamninga með tilliti til starfshlutfalls
 • Svarar fyrirspurnum um samninga og kjaramál
 • Auglýsingar vegna starfsmannamála 
 • Tengiliður vegna launamála/gerð vottorða  
 • Skipulag orlofsmála starfsmanna í ræstingum  
 • Fræðsla til nýrra starfsmanna við upphaf starfs
 • Aðkoma að ýmsum starfsmannamálum tengt starfsmönnum í ræstingum

Menntun/hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekkkja samninga og kjaramál 
 • Nákvæm vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
 • Góð þekking á excel og miklir skipulagshæfileikar
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Drifkraftur og frumkvæði í starfi
 • Hreint sakavottorð
 • Íslenska og enska skilyrði

 

 

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri tæknisviðs - HS Orka

HS Orka leitar að stjórnendum til að leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma

Við leitum að öflugum liðsmanni til að leiða hóp sérfræðinga okkar á tæknisviði við úrlausn og framkvæmd spennandi og umfangsmikilla verkefna. Framundan hjá fyrirtækinu er fjöldi fjárfestingaverkefna sem framkvæmdastjóri tæknisviðs mun leiða, þ.m.t. stækkun Reykjanesvirkjunar og stór framkvæmdaverkefni í orkuverinu Svartsengi.

Sækja umNánari upplýsingar

Fjármálastjóri - HS Orka

HS Orka leitar að stjórnendum til að leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma

Við leitum að fjármálastjóra með viðskiptavit, greiningarhæfni og gagnrýna hugsun, sem mun leiða stefnumótun félagsins og vinna náið með forstjóra og öðrum stjórnendum við að ryðja fyrirtækinu nýjar brautir.

Fjármálastjóri ber ábyrgð á greiningu fjárfestingatækifæra, daglegri fjárstýringu, áætlanagerð og uppgjörum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Hann sér um fjármögnun og samskipti við innlendar og erlendar fjármálastofnanir ásamt skýrslugjöf og miðlun stjórnendaupplýsinga. Á ábyrgðarsviði fjármálastjóra eru einnig upplýsingatæknimál.

Sækja umNánari upplýsingar

Skrifstofustjóri - Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Skrifstofustjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri er andlit embættisins gagnvart þeim sem leita eftir upplýsingum eða þjónustu og ber ábyrgð gagnvart stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur gagnatenginga - Landsvirkjun

Við leitum að sérfræðingi sem er tilbúinn að byggja upp og móta allt sem kemur að gagnatengingum með öflugu fólki.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur á sviði raunvísinda - Landsvirkjun

Landsvirkjun rekur umfangsmikið mælakerfi til að vakta margskonar náttúrufarsþætti í umhverfi aflstöðva. Við leitum að sérfræðingi á sviði raunvísinda til að vera hluti af öflugu vatnafarsteymi fyrirtækisins með áherslu á úrvinnslu og greiningu gagna úr mælakerfinu og vinnu við rennslisspár.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar