Störf í boði

Áhættustjóri - Almenni lífeyrissjóðurinn

Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir að ráða áhættustjóra til að hafa umsjón með áhættustýringu og innra eftirliti hjá sjóðnum í samræmi við áhættustefnu og áhættustýringarstefnu sjóðsins. Næsti yfirmaður áhættustjóra er framkvæmdastjóri.

Helstu verkefni

 • Umsjón með eigin áhættumati, mótun áhættustefnu og áhættustýringarstefnu
 • Umsjón með eftirlitsaðgerðum í takt við áhættu- og áhættustýringarstefnu
 • Framkvæmd greininga og eftirlits. Önnur verkefni tengd áhættueftirliti
 • Heildaryfirsýn yfir verkferla, áhættumöt, skýrslur innri endurskoðanda,
 • innri úttektir, o.fl.
 • Ritari endurskoðunarnefndar
 • Samskipti, skýrslugerð og miðlun upplýsinga til eftirlitsaðila og stjórnenda

Hæfniskröfur

 • Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með
 • skipulögðum hætti
 • Reynsla af notkun fyrirspurnartóla fyrir gagnagrunna
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Reynsla af áhættustýringu er kostur

Upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Sækja umNánari upplýsingar

Fjármálastjóri - Garri

VIÐ LEITUM AÐ FJÁRMÁLASTJÓRA

Garri leitar að öflugum aðila í krefjandi starf fjármálastjóra, þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín. Fjármálastjóri situr í leiðtogateymi Garra og tekur virkan þátt í rekstri fyrirtækisins en framundan eru spennandi tímar í síbreytilegu umhverfi.

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs - Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.

Sækja umNánari upplýsingar

Hjúkrunarfræðingur - Embætti landlæknis

Hjúkrunarfræðingur vinnur að eftirlitsmálum og tengdum verkefnum í samræmi við skyldur embættisins. Starfið tilheyrir sviði eftirlits og gæða og heyrir undir sviðsstjóra þess.

Sækja umNánari upplýsingar

Fjármálastjóri - Embætti landlæknis

Fjármálastjóri starfar á sviði rekstrar og þjónustu og heyrir undir sviðsstjóra þess. Sviðið ber ábyrgð á innri rekstri embættisins. Starfið felur í sér fjölbreyttar áskoranir um að ná þeim markmiðum sem embættið hefur sett sér.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar