Störf í boði

Aðalbókari - 66°Norður

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Umsjón, eftirlit og ábyrgð með bókhaldi og fjárreiðum félagsins, dótturfélaga og systurfélaga
  • Ábyrgð á mánaðar-, árshluta og ársuppgjöri
  • Skattaleg uppgjör og skil á gögnum til yfirvalda
  • Greining gagna og verkefnastjórnun
  • Þátttaka við undirbúning og gerð fjárhagsáætlana
  • Önnur tilfallandi verkefni

Sækja umNánari upplýsingar

Endurskoðandi - Eimskip

Eimskip leitar að endurskoðanda til starfa á fjármálasvið félagsins.  Starfið er fjölbreytt og krefjandi þar sem unnið er í alþjóðlegu umhverfi með öflugum hópi sérfræðinga í Reykjavík.

Sækja umNánari upplýsingar

Endurkröfufulltúi - KORTA

KORTA er færsluhirðir sem starfað hefur á fyrirtækjamarkaði frá árinu 2002. Starfsmenn fyrirtækisins eru 60 talsins og lögð er rík áhersla á gott og skemmmtilegt starfumhverfi.

Vegna aukinna umsvifa óskar KORTA eftir öflugu starfsfólki í spennandi störf hjá fyrirtækinu.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur á sviði áhættustýringar og hlítingar - KORTA

KORTA er færsluhirðir sem starfað hefur á fyrirtækjamarkaði frá árinu 2002. Starfsmenn fyrirtækisins eru 60 talsins og lögð er rík áhersla á gott og skemmmtilegt starfumhverfi.

Vegna aukinna umsvifa óskar KORTA eftir öflugu starfsfólki í spennandi störf hjá fyrirtækinu.

Sækja umNánari upplýsingar

Pípari - Félagsbústaðir

Félagsbústaðir hf. er sjálfstætt starfandi fasteignafélag í eigu Reykjavíkurborgar. Það á, rekur og leigir út tæplega 2.500 íbúðir í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 20 manns. Félagið er staðsett miðsvæðis í Reykjavík og er vottað í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2017 af Credit Info. Á framkvæmdasviði starfa 7 starfsmenn.
Sviðið ber ábyrgð á framkvæmdum fyrir um 1,5 milljarða á hverju ári.
Nánari upplýsingar um félagið og starfsemi þess má finna á heimasíðunni www.felagsbustadir.is

Sækja umNánari upplýsingar

Scrum Master - KORTA

KORTA er færsluhirðir sem starfað hefur á fyrirtækjamarkaði frá árinu 2002. Starfsmenn fyrirtækisins eru 60 talsins og lögð er rík áhersla á gott og skemmmtilegt starfumhverfi.

Vegna aukinna umsvifa óskar KORTA eftir öflugu starfsfólki í spennandi störf hjá fyrirtækinu.

Sækja umNánari upplýsingar

Sölu- og vörustjóri á fyrirtækjamarkaði - Skeljungur

Skeljungur leitar að öflugum sóknarmanni til starfa á fyrirtækjamarkaði til að byggja upp og viðhalda sterkum viðskiptatengslum fyrirtækisins með úrvals samstarfsmönnum.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókari - 66°Norður

Starfssvið

  • Færsla bókhalds og gerð reikninga
  • Afsemmingar og uppgjörsvinna
  • Önnur tilfallandi störf

Sækja umNánari upplýsingar

Forstöðumaður - MS Setrið

MS setrið óskar að ráða heilbrigðismenntaðan forstöðumann

MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, Reykjavík.  

Nánari upplýsingar um starfsemina fæst á vefsíðu MS Setrisins. www.msfelag.is/ms-setrid

 

Sækja umNánari upplýsingar

Móttaka - Sporthúsið

Sporthúsið í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku.

www.sporthusid.is

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri eftirlits með viðskiptum á markaði - Fjármálaeftirlitið

Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Hlutverk sviðsins er að hafa eftirlit með íslenska verðbréfamarkaðnum og verðbréfasjóðum, eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði og sinna upplýsingagjöf til almennings. Sviðið hefur m.a. eftirlit með kauphöll, verðbréfamiðstöðvum, fjárfestavernd, upplýsingaskyldu útgefanda, markaðssvikum, útboðum verðbréfa, yfirtökuskyldu og staðfestir lýsingar. Þá sér sviðið um afgreiðslu erinda og ábendinga frá viðskiptavinum eftirlitsskyldra aðila og hefur eftirlit með viðskiptaháttum á fjármálamarkaði.

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri eftirlits þvert á markaði - Fjármálaeftirlitið

Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði.   Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Sviðið skiptist í tvær deildir, annars vegar lagalegt eftirlit og hins vegar deild sem hefur umsjón með vettvangsathugunum í samstarfi við önnur eftirlitssvið stofnunarinnar. Lagalegt eftirlit ber ábyrgð á ýmsum verkefnum tengdum reglubundnu eftirliti s.s. veitingu starfsleyfa, afturköllun þeirra, afgreiðslu tilkynninga um virkan eignarhlut og veitingu umsagna um samþykktir og reglur lífeyrissjóða. Auk þess aðstoðar lagalegt eftirlit önnur eftirlitssvið stofnunarinnar við úrlausn verkefna þegar reynir á túlkun laga og reglna og tekur þátt í vinnu við setningu laga, reglna og tilmæla. Vettvangsathuganir hafa það hlutverk að sannreyna upplýsingar, afla nauðsynlegrar þekkingar á starfsemi eftirlitsskyldra aðila og ganga úr skugga um fylgni við lög og reglur með afmörkuðum athugunum á starfsstöð eftirlitsskyldra aðila. Slíkar athuganir geta bæði beinst að tilteknum afmörkuðum þáttum í starfseminni sem og einstökum aðilum heildstætt.

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri eftirlits með fjármálafyrirtækjum - Fjármálaeftirlitið

Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Hlutverk sviðsins er að starfrækja áhættumiðað eftirlit með starfsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fjármálafyrirtækja á grundvelli gagnaskila og mat á áhættum og áhættustýringu
þessara aðila. Sviðið framkvæmir ítarlegt könnunarog matsferli (e. SREP) á fjármálafyrirtækjum þar sem viðskiptaáætlanir eru rýndar og mat lagt á áhættur er varða eiginfjár- og lausafjárstöðu. Sviðið ber ábyrgð á að setja fjármálafyrirtækjum viðeigandi varúðarkröfur og hafa eftirlit með framfylgni þeirra og annarra lögbundinna krafna.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur - Kerecis

Kerecis er öflugt frumkvöðlafyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningavörur sem notaðar eru til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. húðvandamálum, þrálátum sárum, munnholssárum heilabastsrofi og til enduruppbyggingar brjósta og kviðveggs. Innan Kerecis starfar öflugur hópur sérfræðinga sem náð hefur góðum árangri í þróun á lækningavörum. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun víða um heim. Yfir þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík og á Washington D.C. svæðinu.

Sækja umNánari upplýsingar

Launasérfræðingur - Reykjavík Excursions-Kynnisferðir

Kynnisferðir leitar að öflugum liðsmanni í spennandi og krefjandi starf launasérfræðings.

Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins með um 500 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri ferða innanlands, rekstri bílaleigu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri - Endurmenntun

Endurmenntun Háskóla Íslands hyggst bæta við verkefnastjóra. Einnig kemur til greina að ráða í tímabundið starf til áramóta. Leitað er að einstaklingi með víðtæka reynslu og tengsl í atvinnulífinu svo sem á sviði fjármála, upplýsingatækni, verkfræði eða heilbrigðisþjónustu. Viðkomandi þarf að búa yfir lipurð í samskiptum, skipulagshæfni og vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í síbreytilegu umhverfi. Verkefnastjóri tekur þátt í teymisvinnu á vinnustaðnum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Næsti yfirmaður er þróunarstjóri námskeiða.

Sækja umNánari upplýsingar

VIRK - Bókhaldsfulltrúi

Óskum eftir að ráða bókhaldsfulltrúa sem sér um bókun reikninga, afstemmingar og önnur bókhaldsstörf á fjármálasviði VIRK.

Sækja umNánari upplýsingar

VIRK - Atvinnulífstengill

Óskum eftir að ráða fjölhæfan, líflegan og metnaðarfullan einstakling í starf atvinnulífstengils. Megináherslur í verkefnum atvinnulífstengils er að virkja fyrirtæki og stofnanir atvinnulífsins til að taka ríkan þátt í starfsendurhæfingu og auðvelda þannig endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys.

Sækja umNánari upplýsingar

VIRK - Reyndir sálfræðingar eða sjúkraþjálfarar óskast

Störfin henta mjög vel fyrir reynda sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem vilja færa sig úr framlínunni og nýta starfskrafta sína í þágu þverfaglegrar teymisvinnu.
 

Sækja umNánari upplýsingar

Ráðgjafi VR á sviði starfsendurhæfingar

VR í samstarfi við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð leitar að ráðgjafa til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Hlutverk ráðgjafa er að halda utan um starfsendurhæfingu einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar sjúkdóma eða slysa.

Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Hjá VR eru í dag níu starfandi ráðgjafar á sviði starfsendurhæfingar.

Sækja umNánari upplýsingar

Lögfræðingur - Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun auglýsir starf lögfræðings á lögfræðisviði stofnunarinnar laust til umsóknar. Stofnunin leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni á sviði stjórnsýslu, mannvirkjamála og markaðseftirlits, þ.á.m. greiningu EES-gerða til innleiðingar.

Sækja umNánari upplýsingar

Verkstjóri - Ora

ORA óskar eftir öflugum og áreiðanlegum verkstjóra til starfa.

Sækja umNánari upplýsingar