Bókari - Félagsbústaðir

Félagsbústaðir óska eftir að ráða vanan bókara til starfa á fjármálasviði sem fyrst. Fjármálasvið fer með fjármálastjórn félagsins, gerð og eftirfylgni með fjárhagsáætlunum, úrvinnslu upplýsinga, launamál, uppgjör og fl.

Helstu verkefni og starfssvið:

 • Móttaka reikninga, bókun innkaupareikninga
 • Bókun innborgana og millifærslna
 • Bókun hússjóðsgjalda, afstemming
 • og utanumhald húsfélaga
 • Innheimtumál og þjónusta við viðskiptavini
 • Þátttaka í uppgjörsvinnu
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Viðskiptafræðimenntun er æskileg
 • Próf sem viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun í reikningshaldi er æskileg
 • Reynsla af bókarastörfum er skilyrði
 • Færni í Excel og góð almenn tölvufærni
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
 • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð
 • Kunnátta í Agresso/Unit4 er kostur en ekki skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út yfir 2.600 íbúðir í borginni. Á skrifstofunni sem staðsett er miðsvæðis í Reykjavík starfa um 25 manns í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu. Félagsbústaðir er vottað í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2019 af Credit Info. Félagsbústaðir eru í eigu Reykjavíkurborgar.

 

Umsóknarfrestur til: 23. september 2019
Sækja um