Bókari - Mímir (hlutastarf)

Mímir – símenntun óskar eftir að ráða metnaðarfullan og reyndan bókara í sitt teymi í 50% stöðugildi.  Gildin fagmennska, framsækni og samvinna eru leiðarljós í öllu starfi Mímis en hjá fyrirtækinu starfa tuttugu manns.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Merking og færsla bókhalds ásamt reglubundnum afstemmingum
 • Frágangur fyrir ársuppgjör
 • Afstemmingar og skil á gögnum til endurskoðanda
 • Úrvinnsla tölulegra upplýsinga og upplýsingagjöf
 • Þátttaka í áætlanagerð
 • Almenn afgreiðslustörf
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af bókhaldsvinnu, afstemmingum, uppgjörsvinnu og skilum til endurskoðanda nauðsynleg
 • Þekking á DK bókhaldskerfinu er kostur
 • Menntun á sviði bókhalds er kostur
 • Þekking og reynsla af Excel er mikilvæg
 • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
 • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
   

Umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og önnur gögn sem umsækjandi telur viðeigandi.
 

Mímir er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli, sem og tungumálanámskeið. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni. Vefsíða Mímis: www.mimir.is

 

Nánari upplýsingar veitir Gyða Kristjánsdóttir - gyda@hagvangur.is


 

Umsóknarfrestur til: 25. júní 2018
Sækja um