Framkvæmdastjóri tæknisviðs - HS Orka

HS Orka leitar að stjórnendum til að leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma

Við leitum að öflugum liðsmanni til að leiða hóp sérfræðinga okkar á tæknisviði við úrlausn og framkvæmd spennandi og umfangsmikilla verkefna. Framundan hjá fyrirtækinu er fjöldi fjárfestingaverkefna sem framkvæmdastjóri tæknisviðs mun leiða, þ.m.t. stækkun Reykjanesvirkjunar og stór framkvæmdaverkefni í orkuverinu Svartsengi.

Framkvæmdastjóri tæknisviðs ber ábyrgð á áætlanagerð, skipulagningu og eftirliti með verkefnum sviðsins, gerð samninga við verktaka og rekstur samninga á framkvæmdatíma, auk almennra stjórnunarstarfa.

Hæfniskröfur og eiginleikar:

  • Leiðtogahæfileikar og marktæk stjórnunarreynsla
  • Reynsla af stjórnun stórra fjárfestingaog framkvæmdaverkefna
  • Verkfræði eða tæknimenntun
  • Framsýni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is

HS Orka er stærsta orkufyrirtæki landsins í einkaeigu og hefur verið leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku í 45 ár. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með einstaka reynslu á sínu sviði. HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi. Framundan hjá fyrirtækinu eru stór fjárfestinga- og nýsköpunarverkefni. Framsýni og metnaður hafa ætíð verið kjarni í starfsemi fyrirtækisins og hafa lagt grunninn að verkefnum eins og Auðlindagarðinum, sem byggir á því að nýta alla auðlindastrauma sem leiða af starfsemi HS Orku. Í Auðlindagarðinum hafa hin ýmsu nýsköpunarfyrirtæki vaxið úr grasi og eru einkennisorð hans „Samfélag án sóunar“.

Umsóknarfrestur til: 25. nóvember 2019
Sækja um