Framsækinn sölustjóri

Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Fyrirtækið er í góðum rekstri og hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi. Þjónusta fyrirtækisins er skipulögð og rekin á grundvelli gilda Hreint sem eru samvinna, traust, frumkvæði og fyrirmynd. Ein af megináherslum í rekstri liggur í gagnkvæmum, ánægjulegum og hvetjandi samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk. Allt frá júní 2010 hefur þjónusta Hreint á sviði reglulegra ræstinga verið vottuð með norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum.

 

Framsækinn sölustjóri

Hreint ehf. óskar eftir að ráða til sín sölustjóra með brennandi áhuga á sölu og þjónustu.  Sölustjóri situr í framkvæmdaráði fyrirtækisins og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sölusviðs. 

 

Starfssvið
• Reikna, skipuleggja og selja ræstingar fyrir fyrirtæki og stofnanir
• Kynning á þjónustu félagsins gagnvart fyrirtækjum og stofnunum
• Greining tækifæra og öflun nýrra viðskiptavina
• Viðhald núverandi viðskiptasambanda
• Breytingar og endurskoðun samninga
• Ábyrgð á gerð rekstrar- og söluáætlunar
• Aðkoma að markaðsmálum
• Önnur tengd verkefni
 

Hæfniskröfur og eiginleikar: 
• Farsæl sölu- og þjónustureynsla á fyrirtækjamarkaði
• Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
• Jákvætt viðhorf til ræstinga
• Tæknimenntun eða menntun á sviði viðskipta er kostur
• Frumkvæði, metnaður og árangursdrifni
• Góð almenn tölvukunnátta
• Sterk greiningarhæfni
 

Nánari upplýsingar veitir:

Áslaug Kristinsdóttir aslaug@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is 

Umsóknarfrestur til: 20. febrúar 2019
Sækja um