Launasérfræðingur - Reykjavík Excursions-Kynnisferðir

Kynnisferðir leitar að öflugum liðsmanni í spennandi og krefjandi starf launasérfræðings.

Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins með um 500 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri ferða innanlands, rekstri bílaleigu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.

 

Starfssvið

 • Þróun og viðhald H3 launakerfis og greiningartóla
 • Launavinnsla og útborgun launa
 • Kjarasamningar, réttindi og skyldur
 • Samskipti við starfsmenn, stjórnendur, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
 • Greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála
 • Önnur mannauðstengd verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegu starfi
 • Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á H-launum, Navision fjárhagsbókhaldi og öðrum mannauðskerfum er kostur
 • Góð greiningarhæfni, tölfræðikunnátta og færni í Excel
 • Yfirgripsmikil þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna

 

Upplýsingar veitir Rannveig J. Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 21. janúar 2018
Sækja um