Ráðgjafi VR á sviði starfsendurhæfingar

VR í samstarfi við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð leitar að ráðgjafa til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Hlutverk ráðgjafa er að halda utan um starfsendurhæfingu einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar sjúkdóma eða slysa.

Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Hjá VR eru í dag níu starfandi ráðgjafar á sviði starfsendurhæfingar.

Helstu verkefni

  • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning til einstaklinga með skerta starfsgetu
  • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt verkferlum
  • Umsjón og eftirfylgni með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfaglegt teymi VIRK
  • Samstarf og samskipti við VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu, fyrirtæki og stofnanir

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
  • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
  • Skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð þekking á vinnumarkaði
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

VR er stærsta stéttarfélag landsins með um 35.000 félagsmenn. Nánari upplýsingar um félagið og starfsemi þess má finna á heimasíðunni www.vr.is. Upplýsingar um störf ráðgjafa og starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs má finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is. 

Upplýsingar veitir:
Leifur Geir Hafsteinsson 
leifurgeir@hagvangur.is
 

Umsóknarfrestur til: 21. janúar 2018
Sækja um