Sérfræðingur á sviði raunvísinda - Landsvirkjun

Landsvirkjun rekur umfangsmikið mælakerfi til að vakta margskonar náttúrufarsþætti í umhverfi aflstöðva. Við leitum að sérfræðingi á sviði raunvísinda til að vera hluti af öflugu vatnafarsteymi fyrirtækisins með áherslu á úrvinnslu og greiningu gagna úr mælakerfinu og vinnu við rennslisspár.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði raunvísinda
  • Hæfni til að vinna við greiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðurnar.

Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 13. nóvember 2019
Sækja um