Sérfræðingur - Kerecis

Kerecis er öflugt frumkvöðlafyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningavörur sem notaðar eru til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. húðvandamálum, þrálátum sárum, munnholssárum heilabastsrofi og til enduruppbyggingar brjósta og kviðveggs. Innan Kerecis starfar öflugur hópur sérfræðinga sem náð hefur góðum árangri í þróun á lækningavörum. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun víða um heim. Yfir þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík og á Washington D.C. svæðinu.

Sérfræðingur
Starfsmaður starfar innan deildar vöruþróunar, skráninga og gæðastjórnunar. Viðfangsefni eru fjölbreytt og mikilvægt að starfsmaður sé sveigjanlegur og tilbúinn að læra nýja hluti. Sjálfstæði og ábyrgð mun fara eftir reynslu viðkomandi. Kerecis er ört stækkandi og bíður uppá mikil tækifæri til þróunar í starfi.

Helstu verkefni:

 • Þátttaka í verkefnum er snúa að öflun markaðsleyfa
 • Viðhald á skráningum
 • Breytingarverkefni í vöruhönnun
 • Vöruþróun
 • Áhættumat
 • Gilding á hönnun
 • Ýmis önnur verkefni innan vöruþróunar og skráninga

Menntun og reynsla:

 • Háskólapróf

Við leitum að einstaklingi sem hefur í fyrri störfum sýnt:

 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagni
 • Nákvæmni í vinnubrögðum

Vinnustaður er starfsstöð félagsins á Ísafirði.

Nánari upplýsingar:
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2018
Sækja um