Sölu- og vörustjóri á fyrirtækjamarkaði - Skeljungur

Skeljungur leitar að öflugum sóknarmanni til starfa á fyrirtækjamarkaði til að byggja upp og viðhalda sterkum viðskiptatengslum fyrirtækisins með úrvals samstarfsmönnum.

Starfið felur meðal annars í sér:

 • Annast gerð tilboða og samninga á fyrirtækjamarkaði
 • Öflun nýrra viðskiptavina og tengsl við núverandi viðskiptavini
 • Samskipti og innkaup af erlendum og innlendum birgjum
 • Yfirumsjón með vörustýringu og vörulager
 • Yfirumsjón með vöruþróunarverkefnum
 • Kemur að samningum um innanlands- og millilandaflutninga sem og umsjón vöruhúsa
 • Stýrir verðútreikningum á söluverði sem og tilboðsskjölum

Hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og samningaviðræðum
 • Góð þekking á fyrirtækjamarkaði á Íslandi
 • Geta til að stjórna sölu og viðskiptum
 • Eiginleikar til að starfa sjálfstætt sem og í teymi mikilvægir
 • Þekking á Excel, Word og Powerpoint nauðsynleg
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á vörustjórnun – innkaup og lager
 • Þekking á Microsoft NAV og AGR Dynamics er kostur

Upplýsingar veitir:
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 22. janúar 2018
Sækja um