Starf í eldhúsi - Fjármálafyrirtæki

Fjármálafyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík óskar eftir að ráða traustan aðila til að hafa umsjón með eldhúsinu í sumar.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og unnið út ágúst. Mögulega býðst viðkomandi áframhaldandi starf eftir sumarið.

Vinnutíminn er frá 10 til 14 virka daga.

Starfið felur í sér að taka á móti aðkeyptum hádegismat, bera fram og ganga frá auk þess að hella upp á kaffi fyrir fundi. 

Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns.

 

Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 29. maí 2018
Sækja um