Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun - Hlutastarf - STEF

STEF óskar eftir að ráða framsýnan einstakling sem getur leitt fjölbreytt verkefni og hugsað í lausnum.   STEF er að undirbúa framtíðina og öll helstu þróunarverkefni STEFs til að bæta þjónustuna eru á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunnar. Í byrjun er starfið metið sem 50% starf.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Þarfagreining hugbúnaðarverkefna
 • Forgangsröðun verkefna
 • Áætlanagerð
 • Umsjón með forritunarverkefnum
 • Prófun og samþykkt lausna og innleiðing þeirra
 • Þjálfun starfsfólks
 • Gerð leiðbeininga og verkferla
 • Tæknileg aðstoð vegna notkunar Navision-kerfis og uppfærslur
 • Önnur tæknileg aðstoð á skrifstofu
 • Innkaup á tölvum og tengdum vörum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun í tölvunarfræði, kerfisfræði, upplýsingatækni eða sambærileg menntun
 • Þekking á hugbúnaðargerð
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Lausnamiðuð hugsun
 • Frumkvæði
 • Geta til að vinna sjálfstætt og í hópi
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð
 • Lipurð og sveigjanleiki í framkomu

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) eru félagasamtök og er stýrt af fulltrúum þeirra sem aðild eiga að samtökunum. STEF gætir hagsmuna tónhöfunda við opinberan flutning og eintakagerð verka þeirra á Íslandi sem og erlendis. Um 8.000 íslenskir höfundar eru á skrá hjá samtökunum og yfir 85.000 íslensk verk. 

Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 19. júní 2018
Sækja um