VP Marketing – Bandaríkin

Kerecis leitar að VP of Marketing fyrir Bandaríkin

VP Marketing ber ábyrgð á öllu markaðsstarfi félagsins, t.a.m. að efla áhuga á tækni fyrirtækisins með markaðsherferðum, ráðstefnuhaldi, markaðsgreiningum og gerð og viðhaldi markaðsefnis. Starfsmaðurinn situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og mun hafa veruleg áhrif á velgengni fyrirtækisins og vöxt þess í framtíðinni.  Starfsstöðin er í Bandaríkjunum.

Hlutverk og verkefni:

 • Situr í framkvæmdastjórn Kerecis
 • Tekur þátt í að skilgreina stefnu fyrirtækisins
 • Býr til og framkvæmir markaðs- og vörumerkjaáætlun sem styður við stefnu fyrirtæksins og söluáætlun
 • Rannsakar ákjósanlega markaði og velur í samstarfi við söludeild og undirbýr upphaf sölu
 • Rekur ráðstefnuáætlun félagsins
 • Býr til og þróar markaðsefni félagsins og rekur samfélagsmiðla
 • Dagleg stjórn markaðsdeildar sem í upphafi samanstendur af þremur starfsmönnum en fyrirhugað er að deildin vaxi ört

Menntun og reynsla:

 • Menntun frá Bandaríkjunum
 • Reynsla sem leiðtogi í markaðsmálum i átta ár eða meira
 • MBA gráða er kostur.

Við leitum að einstaklingi sem hefur í fyrri störfum sýnt:

 • Hæfileika til setu í framkvæmdastjórn
 • Stjórnunar- og leiðtogahæfileika
 • Hæfileika í að deila ábyrgð, eftirfylgni og teymisvinnu

Frekari upplýsingar veita:

Guðmundur Fertram - gfs@kerecis.com
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Kerecis er öflugt frumkvöðlafyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningavörur sem notaðar eru til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. húðvandamálum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum, heilabastsrofi og til enduruppbyggingar á brjóstum og kviðvegg. Innan Kerecis starfar öflugur hópur sérfræðinga sem náð hefur góðum árangri í þróun á lækningavörum. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og er félagið m.a. í samstarfi við bandarískar varnamálastofnanir um þróun og rannsóknir. Hátt í fimmtíu  starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Meginmarkaður Kerecis er í Bandaríkjunum þar sem vörur fyrirtækisins eru seldar beint til heilbrigðisstofanana. Kerecis hlaut árið 2017 Vaxtarsprotann sem það fyrirtæki á íslandi sem vex hraðast. Nánari upplýsingar á www.kerecis.com

Umsóknarfrestur til: 26. júní 2018
Sækja um