Beint į leišarkerfi vefsins

Hogan Development Survey (HDS)

"The Dark Side of Personality"

Kvarði sem mælir styrkleika stjórnenda en einnig þá þætti sem geta komið í veg fyrir að þeir nái árangri í starfi og starfsframa.

Skalarnir 

Kvarðinn sem er oft sagður mæla "dökku hlið" persónuleikans, mælir 11 hegðunarmynstur sem verða áberandi undir álagi og geta grafið undan starfsferli og skilvirkni stjórnenda. HDS er eini kvarðinn á markaðnum sem er ætlaður til notkunar í fyrirtækjum og mælir þessi hegðunarmynstur. Þegar tekist hefur að koma auga á þessa hegðun má nota þær upplýsingar til að bæta frammistöðu viðkomandi stjórnanda.

Notkunarmöguleikar

  • Starfsmannaval
  • Þróun/þjálfun – hjálpar til við að koma auga á þau hegðunarmynstur sem ástæða getur verið til að bæta
  • Teymisvinna - metur hvernig einstaklingar eru líklegir til að standa sig sem hluti af teymi og gerir honum kleift að forðast þá hegðun sem líkleg er til að skemma það samstarf sem hann tekur þátt í. 

Kostir og ávinningur 

  • Veitir ítarlegar upplýsingar um samskiptavandamál sem erfitt er að koma auga á í viðtölum eða með öðrum leiðum. 
  • Mikilvægt og nytsamlegt tæki við val á fólki sem á að stjórna öðrum, vinna í teymi eða undir miklu álagi eða pressu
  • Einstakt tæki til notkunar við þróun eða þjálfun til að koma auga á hvar stjórnandi er líklegur til að fara út af sporinu og taka á þeirri hegðun og fyrirbyggja.

Mynd