Beint ß lei­arkerfi vefsins

St÷rf Ý bo­i

1.11.2013

Hugb˙na­arsÚrfrŠ­ingur - VAKI

VAKI er framsækið og leiðandi fyrirtæki með áherslu á vöruþróun og sölu á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur VAKA eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og seldar í yfir 40 löndum. Starfsmenn eru 24 talsins á Íslandi og 16 starfsmenn starfa í dótturfyrirtækjum VAKA í Chile og Noregi.
Sjá nánar á www.vaki.is

Við leitum að öflugum einstaklingi til þess að takast á við spennandi verkefni sem framundan eru.

Helstu verkefni:

Um er að ræða þróun og uppbyggingu á nýjum hugbúnaði, ásamt samtengingu tæknibúnaðar frá VAKA.
Þá mun starfsmaðurinn einnig sjá um rekstur og viðhald gagnagrunna. Í boði er spennandi starf í líflegu alþjóðlegu fyrirtæki.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla á SQL gagnagrunnum, ASP .NET,C#.
  • Frumkvæði og metnaður til að skapa og þróa framsækið vinnuumhverfi.
  • Sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar.
Umsˇknarfresturinn er li­inn.

Mynd