Stjórnendaþjálfun

Það sem einkennir árangursríka stjórnendur er að þeir ná að laða fram það besta hjá starfsmönnum sínum og hámarka þannig árangur þess teymis sem þeir stýra.  Þeir hafa skýra sýn á hlutverk og markmið fyrirtækisins og vinna markvisst að þeim.  Til þess að ná árangri þurfa stjórnendur einnig að þekkja eigin styrkleika, veikleika og huga að eigin líðan og frammistöðu.

Hagvangur býður upp á leiðtoga- og stjórnendaþjálfun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.  Í upphafi eru sett skýr markmið með þjálfuninni sem unnið er að á tímabilinu og fer vinnan fram með einstaklingsviðtölum, vinnustofum og fyrirlestrum. Þjálfunin byggir á vel rannsökuðum aðferðum og lögð er áhersla á sýnilegan árangur í starfi stjórnenda.  

Þjálfunin getur innihaldið stjórnendamat, byggt á lausn frá Hogan Assessment, einstaklingsviðtöl við ráðgjafa og vinnustofur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers hóps.  

Stjórnendamatið byggir á lausn frá Hogan Assessment sem er ætluð fyrir stjórnendur sem vilja aukinn árangur og bætt sjálfstraust í starfi. Matið gefur góðar upplýsingar um styrkleika og þjálfunarþörf stjórnandans og ráðgjafi aðstoðar hann við að að nýta þær upplýsingar til framþróunar.  

Vinnustofur í leiðtoga- og stjórnendaþjálfuninni byggja meðal annars á orkustjórnun,  mannauðsstjórnun, styrkleikastjórnun, árangursríkri teymisvinnu, mótun og miðlun framtíðarsýnar og þjónandi forystu.