Hogan Assessment systems

Hagvangur / EMA Partners er dreifingaraðili hins virta ráðgjafafyrirtækis og prófaframleiðanda Hogan Assessment Systems á Íslandi.

Hogan Assessment Systems var stofnað árið 1985 en þá höfðu stofnendurnir Dr Robert Hogan og Dr Joyce Hogan unnið að rannsóknum og þróun persónuleikaprófsins Hogan Personality Inventory frá því um 1970 en prófið er sérstaklega hannað til notkunar í fyrirtækjum. Í dag er fyrirtækið leiðandi á sínu sviði og hannar háþróaðar tæknilegar lausnir á persónuleikamælingum fyrir fyrirtæki. 

Stofnendurnir

Dr Robert Hogan forstjóri fyrirtækisins er afkastamikil og margverðlaunaður rithöfundur og fræðimaður og fyrrum prófessor við Johns Hopkins og University of Tulsa.

Dr Joyce Hogan er virtur fræðimaður og höfundur. Hún situr í ritstjórn fjögurra virtra sálfræðirita og er ráðgjafi bandaríska dómsmálaráðuneytisins varðandi misrétti á vinnumarkaði.

Kvarðarnir frá Hogan Assessment Systems:

  • eru notaðir af mörgum helstu stórfyrirtækjum heims
  • eru notaðir við rannsóknir af fremstu fræðimönnum á sviði starfsmannavals og leiðtogaþróunar
  • fengu nýlega æðstu viðurkenningu Breska sálfræðingafélagsins fyrir prófahönnun (the BPS’ highest accolade for test development)
  • eru réttmætisprófaðir á vinnandi einstaklingum og uppfylla kröfur EEO um að próf mismuni ekki eftir kyni eða kynþætti. 

Í tengslum við ráðgjöf okkar og ráðningar notum við Hogan Personality Inventory (HPI), Hogan Development Survey (HDS),Motives, Values, Preferences Inventory (MVPI) og Hogan Business Reasoning Inventory (HBRI). 

Mikið úrval mismunandi skýrslna eru fáanlegar eftir tilgangi og markmiðum.