Hagvangur og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa gert með sér samkomulag að Hagvangur veiti þeim félagsmönnum sem sagt var upp störfum á dögunum hjá Arion banka starfslokaráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Það sem felst í starfslokaráðgjöfinni er aðstoð og ráðgjöf við atvinnuleit, auðkenning styrkleika, farið er yfir starfsáhugasvið viðkomandi, horfur á vinnumarkaði og atvinnumöguleika. Jafnframt er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleitinni, svo sem gerð ferilskráar, undirbúningur fyrir atvinnuleitina, atvinnuviðtöl og fleira.
...
lesa meira