Fréttir

Efst á baugi hjá Hagvangi

Haustið fer vel af stað hér hjá Hagvangi. Á hverju hausti höfum við tekið stöðuna og velt fyrir okkur þeim áskorunum og tækifærum sem bíða þeirra fjölmörgu sem hugsa sér til hreyfings eða hafa misst starf sitt vegna margvíslegra ástæðna. ... lesa meira


Frjósemi og öflug viðbót

Óvenju mikil frjósemi er í Hagvangi um þessar mundir. Tveir ráðgjafar hjá okkur, Yrsa Guðrún og Gyða, verða fjarverandi næstu mánuði vegna þeirra framlags til fólksfjölgunar í heiminum. Nýlega réðum við hana Stefaníu Hildi til okkar til þess að vinna í þeim spennandi verkefnum sem eru í gangi og eru framundan. Stefanía leggur nú lokahönd á meistaranám í vinnusálfræði frá Vrije Universiteit í Amsterdam, þar sem hún skilaði nýverið inn lokaritgerð um núvitund, tilfinningar og líðan í vinnu. Stefanía Hildur er með B.Sc. í Sálfræði frá Háskóla Reykjavíkur, og hefur lagt áherslu á mannauðsmál og ráðningar í starfsnámi sínu hjá Kraft Heinz og mun því reynsla hennar koma að góðum notum hér hjá Hagvangi. ... lesa meira


Fyrirmyndarfyrirtæki 2020

Það er okkur mikill heiður og gleðiefni að segja frá því að nú á dögunum hlaut Hagvangur viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki VR. Það er annað árið í röð sem okkur hlotnast sú viðurkenning. Við hlökkum til að takast á við komandi verkefni með sól í hjarta!... lesa meira


Jákvæð andleg orka - Rafrænt námskeið

Við bjóðum nú upp á rafrænt námskeið um jákvæða andlega orku fyrir starfsfólk. Hagvangur hefur í fjölmörg ár lagt áherslu á fræðslu og þjálfun um orkustjórnun en orkustjórnun snýst um að byggja upp, viðhalda og endurnýja orku stjórnenda og starfsmanna þannig að þeim líði sem best í og utan vinnu. Efnið er um 45 mínútur og er því skipt upp í 6 hluta. Hver hluti er 4-8 mínútur og enda þeir allir á einstaklingsverkefni. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.... lesa meiraHagvangur á Mannauðsdeginum

Mannauðsdagurinn 2019 var haldin í Hörpu 4.október s.l. og sótti starfsfólk Hagvangs ráðstefnuna. Gaman var að hitta alla sem til okkar komu í spjall, kaffibolla og súkkulaðimola. Mikill áhugi var á þjónustu okkar Siðferðisgáttinni og geta áhugasamir kynnt sér þjónustuna nánar á www.sidferdisgattin.is... lesa meira


Starfslokaráðgjöf fyrir félagsmenn SSF

Hagvangur og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa gert með sér samkomulag að Hagvangur veiti þeim félagsmönnum sem sagt var upp störfum á dögunum hjá Arion banka starfslokaráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Það sem felst í starfslokaráðgjöfinni er aðstoð og ráðgjöf við atvinnuleit, auðkenning styrkleika, farið er yfir starfsáhugasvið viðkomandi, horfur á vinnumarkaði og atvinnumöguleika. Jafnframt er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleitinni, svo sem gerð ferilskráar, undirbúningur fyrir atvinnuleitina, atvinnuviðtöl og fleira. ... lesa meira


Jóhann Pétur, meistaranemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, í starfsnámi hjá Hagvangi.

Hagvangur og Jóhann Pétur Fleckenstein hafa gert með sér samkomulag um starfsnám í sumar. Jóhann Pétur stundar meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík. Sú reynsla og þekking sem hann mun öðlast hjá Hagvangi kemur til með að koma honum að góðum notum og viðvera hans hér í Hagvangi ekki síður koma okkur til góða. Stefna Hagvangs er meðal annars að viðhalda góðum samskiptum við háskólana og er þetta einn liður í því. Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Jóhann Pétur velkominn til starfa.... lesa meira
Morgunverðarfundur - Siðferði og líðan á íslenskum vinnumarkaði

Varð bylting á vinnustöðum í kjölfar #metoo? Hvað segja nýjustu kannanir? Hvernig getur Siðferðisgáttin stutt við faglega úrvinnslu erfiðra mála? Hagvangur og Zenter rannsóknir, í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, boða til morgunverðarfundar þann 21.maí kl. 8:30-10:00 á Grand hótel. Kynntar verða niðurstöður kannana sem framkvæmdar voru af Zenter rannsóknum. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hinsvegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Smelltu fyrir nánari dagskrá. ... lesa meira


Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn

Margar spurningar brenna nú líklega á vörum starfsfólks WOW air varðandi væntanlega starfsleit. Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn á þriðjudaginn nk. 2.apríl kl. 17.00 hér í Skógarhlíð 12, 5.hæð. Þar munum við miðla gagnlegum upplýsingum varðandi starfsleitina og hvernig við sjáum vinnumarkaðinn í ljósi þeirra aðstæðna sem nú blasa við. Ráðningarteymi okkar er öflugt með sterkt tengslanet og þjónustar frábæra viðskiptavini. ... lesa meira


Sverrir og Geirlaug gerast nýir meðeigendur

Sverrir Briem og Geirlaug Jóhannsdóttir eru nýir meðeigendur hjá Hagvangi. Þau taka bæði sæti í stjórn fyrirtækisins en Sverrir mun jafnframt taka við stjórnarformennsku. Katrín S. Óladóttir verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þórir, fráfarandi stjórnarformaður Hagvangs, hefur nú látið af störfum en hann hefur starfað við ráðningar óslitið frá árinu 1981 og má segja með sanni að hann hefur á ferli sínum ráðið nokkur þúsund manna til starfa á íslenskum vinnumarkaði. ... lesa meira


Samstarfssamningur Hagvangs og Lífs og sálar.

Í dag undirrituðum við í Hagvangi samstarfssamning við sálfræðistofuna Líf og Sál í tengslum við Siðferðisgáttina. Í samningnum felst að Hagvangur mun vísa þeim málum, sem koma í gegnum Siðferðisgáttina og eru þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, til Lífs og sálar óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Samstarf þetta mun styrkja þjónustu Siðferðisgáttarinnar enn frekar þar sem gætt er að faglegum vinnubrögðum við úrvinnslu allra mála og hlökkum við mikið til samstarfsins. ... lesa meira


Siðferðisgáttin - Ný þjónusta

Hagvangur býður nú nýja þjónustu, Siðferðisgáttina, sem er til þess ætluð að styrkja stoðir góðrar vinnustaðamenningar. Með Siðferðisgáttinni geta fyrirtæki/stofnanir boðið öllu starfsfólki, óháð stöðu, að koma því á framfæri til óháðs aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á vinnustaðnum og fer málið þar með strax í faglegan farveg. ... lesa meiraOrkupásur - lykillinn að öflugum degi

Orkupása er meðvitað og skipulagt hlé sem endurnýjar orku og gerir fólk einbeittara, jákvæðara og orkuríkara. Orkupásur eru aldrei mikilvægari en þegar það er mikið að gera. Þær eru vanmetnar og vilja gleymast. En þeir sem hafa náð að koma þeim meðvitað inn í vinnudaginn eru líklegri til að skila vandaðri vinnu og meiri afköstum en hinir.... lesa meiraMannlegi millistjórnandinn - Skráning hafin á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík!

Námskeiðið var í alla staði frábært! Fyrir mig sem nýliða í stjórnun gerði þetta heilmikið fyrir mig og hefur hjálpað mér að takast á við ýmis verkefni með meiri staðfestu og öryggi. En ég lærði ekki bara um stjórnun heldur einnig heilmikið um mig sjálfa. Mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla sem koma að stjórnunarhlutverki á einhvern hátt.... lesa meira
Námskeið í orkustjórnun

10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs er hannað fyrir metnaðarfulla stjórnendur og starfsmenn sem finnst þeir eyða of miklum tíma í að bregðast við stanslausu áreiti og fái lítinn frið til að sinna mikilvægustu verkefnum sínum... lesa meira

Sjá allar fréttir