Bókari – Landhelgisgæsla Íslands

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf bókara. Leitað er að sveigjanlegum og talnaglöggum einstaklingi sem hefur gaman af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Um fullt starf er að ræða á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem áhersla er lögð á sveigjanlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Starfsstöð er í Reykjavík og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skráning og bókun reikninga í lánadrottnakerfi
  • Útbúa og senda tekjureikninga í viðskiptamannakerfi
  • Fjárhagsbókanir
  • Uppgjör virðisaukaskatts
  • Afstemmingar
  • Yfirsýn og eftirfylgni með innheimtu
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd bókhaldi og uppgjörum stofnunarinnar

Hæfnikröfur

  • Hið minnsta þriggja ára reynsla af bókhaldsstörfum og góð bókhaldsþekking
  • Góð Excel kunnátta
  • Þekking og haldgóð reynsla af afstemmingarvinnu
  • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni, lipurð og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæsluna

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. 

Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva. Hjá Landhelgisgæslunni starfar um 240 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks

Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta – Fagmennska 

Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Starfshlutfall er 100%

Nánari upplýsingar

Inga S. Arnardóttir – inga@hagvangur.is

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 04.05.2025

Bókari – Landhelgisgæsla Íslands

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 04.05.2025