Ert þú efni í góðan neyðarvörð? – Neyðarlínan

Neyðarlínan óskar eftir að ráða neyðarverði til að annast svörun fyrir 112, greina erindi, leiðbeina og virkja viðeigandi viðbragðsaðila. Boðið er upp á krefjandi, ábyrgðarmikið en jafnframt gefandi framtíðarstarf. Unnið er á vöktum í sveigjanlegu vaktakerfi og í upphafi starfs fá neyðarverðir markvissa þjálfun í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Fimm ára farsæl reynsla af almennum vinnumarkaði
  • Góð almenn tölvukunnátta og innsláttarhraði
  • Góð tök á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum mikill kostur
  • Almenn þekking á landinu
  • Hreint sakavottorð

Persónulegir eiginleikar

  • Geta til að taka stjórn í erfiðum aðstæðum og halda skýrri hugsun undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og áræðni í starfi
  • Góð greiningarhæfni
  • Ríkir samstarfshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund, samviskusemi og sveigjanleiki
  • Aðlögunarhæfni

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2025

Nánari upplýsingar veitir Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, ráðgjafi Hagvangs, hallveig@hagvangur.is

Hjá Neyðarlínunni starfar hópur af frábæru fólki með fjölbreyttan bakgrunn, þekkingu og reynslu sem er grunnurinn að starfsemi Neyðarlínunnar. Talsverð þróun hefur orðið á starfsemi 112, m.a. með opnun ofbeldisgáttar og netspjalls. Á komandi misserum heldur þróun næstu kynslóðar neyðarsvörunar áfram vegna stöðugra framfara á sviði neyðarþjónustu.

Neyðarlínan sér um neyðar- og öryggisþjónustu á Íslandi og starfrækir til þess 112, Vaktstöð siglinga og Tetra fjarskiptakerfið. Neyðarlínan vinnur í nánu samstarfi við lögreglu ásamt því að boða björgunar- og neyðarsveitir á öllu landinu og er tengiliður milli almennings og viðbragðsaðila.

Gildi Neyðarlínunnar eru hjálpsemi, viðbragðsflýtir og fagmennska, sem endurspeglar vel þá menningu og verklag sem tíðkast hjá Neyðarlínunni.

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 28.03.2025

Ert þú efni í góðan neyðarvörð? – Neyðarlínan

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 28.03.2025