Kirkjubæjarskóli / Heilsuleikskólinn Kæribær óskar eftir að ráða leikskólakennara / leiðbeinanda fyrir skólaárið 2025 -2026.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur með og tekur virkan þátt í leik og starfi með börnunum bæði inni og úti
Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna
Sinnir þeim störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum
Hæfnikröfur
Leyfisbréf til kennslu
Reynsla af kennslu leikskólabarna æskileg
Faglegur metnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Stundvísi og samviskusemi
Góð þekking í upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
Góð íslenskukunnátta
Hreint sakavottorð
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða fullt starf.
Nýlega voru skólastofnanirnar Kirkjubæjarskóli á Síðu og Heilsuleikskólinn Kæribær sameinaðar í einn samrekinn skóla. Þar eru gildin virðing, jákvæðni, samstaða og sjálfbærni höfð að leiðarljósi.
Kirkjubæjarklaustur er í Skaftárhreppi um 250 km austur af Reykjavík. Í sveitarfélaginu búa um 700 íbúar. Á Klaustri er taktur lífsins rólegri og möguleikar til útivistar í einstakri náttúrufegurð eru óþrjótandi.
Skaftárhreppur getur aðstoðað við leit á húsnæði á hagstæðum kjörum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.