Mannauðsstjóri – Landsvirkjun

Við leitum að öflugum og jákvæðum mannauðsstjóra til að leiða okkur til framtíðar þar sem starfsánægja og árangur haldast áfram í hendur. Mannauðsstjóri Landsvirkjunar leiðir öflugt teymi á skrifstofu forstjóra og heyrir undir aðstoðarforstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móta og innleiða mannauðs- og jafnréttisstefnu í samræmi við heildarstefnu Landsvirkjunar
  • Stuðla að jákvæðri, heilbrigðri og árangursdrifinni fyrirtækjamenningu
  • Veita faglegan stuðning við stjórnendur og þróun liðsheildar
  • Hafa umsjón með ráðningum, starfsþróun, fræðslu, starfsmannasamtölum og vinnustaðagreiningum
  • Tryggja faglega launavinnslu, launagreiningar og viðhald jafnlaunakerfis
  • Hafa yfirsýn yfir starfsumhverfi og vinnuaðstöðu með áherslu á heilsu, öryggi og aðbúnað
  • Byggja undir vellíðan, farsæld og sveigjanleika innan fyrirtækisins.

Hæfni, menntun og reynsla

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði mannauðsstjórnunar, sálfræði, lögfræði eða félagsvísinda
  • Stjórnunarreynsla af því að leiða mannauðsmál og teymi mannauðssérfræðinga
  • Góð samskiptafærni, hæfni til að stuðla að samvinnu og byggja traust
  • Drifkraftur í starfi, áræðni og metnaður til að leiða fólk áfram til árangurs
  • Sterk greiningarhæfni, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun

Nánari upplýsingar

Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is

Landsvirkjun leggur áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 30.04.2025

Mannauðsstjóri – Landsvirkjun

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 30.04.2025