Nótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að ábyrgum og vandvirkum nótnaverði til að ganga til liðs hljómsveitina. Um er að ræða fjölbreytt og mikilvægt starf þar sem þjónustulund, fagmennska, og þekking á hljómsveitartónlist fara saman.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með pöntun, kaupum, leigu og skilum á nótum fyrir hljómsveitina
  • Viðhald og skipulagning nótnasafns hljómsveitarinnar
  • Samskipti og samningar við innlenda og erlenda rétthafa vegna leigu á nótum
  • Móttaka og vinnsla rafrænna nótna frá tónskáldum, útsetjurum eða öðrum rétthöfum
  • Þjónusta við hljóðfæraleikara, hljómsveitarstjóra, tæknifólk og aðra samstarfsaðila
  • Stuðningur við undirbúning hæfnisprófa og prufuspila

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Rík samskiptahæfni og þjónustulund
  • Þekking á skráningu gagna og nótnaforlögum
  • Góð þekking á hljómsveitartónlist, færni í nótnalestri og greiningu villna í nótum
  • Þekking á uppbyggingu sinfóníuhljómsveita og hljóðfærum þeirra
  • Gott tæknilæsi og hæfni í notkun rafrænna verkfæra, s.s. OPAS og skönnunarkerfa
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Góð kunnátta í ensku, bæði í ræðu og riti
  • Tónlistarlegur skilningur á algengustu nótnatungumálum, svo sem þýsku, frönsku og/eða ítölsku er kostur.

Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í rúm 75 ár og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hljómsveitin hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsmannafjöldi SÍ er um 100 manns. Nánari upplýsingar á sinfonia.is.

Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar

Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 12.05.2025

Nótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 12.05.2025