Ert þú kraftmikill og árangursdrifinn leiðtogi? Þrífstu vel í hröðu umhverfi? Gakktu þá til liðs við okkur hjá SSP Iceland og leiddu áfram okkar frábæra teymi í verslunum og veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli.
Um SSP Iceland
SSP er alþjóðlegt, leiðandi fyrirtæki í veitinga- og smásölurekstri með sterka stöðu á flugvöllum og lestarstöðvum um heiminn. Á Íslandi rekur fyrirtækið úrval verslana og veitingastaða á Keflavíkurflugvelli og veitir farþegum frábæra þjónustu.
Í dag rekur fyrirtækið tvær verslanir undir nafninu Point og tvo veitingastaði, Elda og Jómfrúin.
Hlutverk rekstrarstjóra
Sem rekstrarstjóri munt þú sjá um daglegan rekstur okkar verslana og veitingastaða á Keflavíkurflugvelli. Þú munt bera ábyrgð á árangri, tryggja framúrskarandi upplifun viðskiptavina og stýra afkastamiklu teymi.
Helstu ábyrgðir
Rekstrarstjórnun – Hafa umsjón með daglegum rekstri verslana og veitingastaða, tryggja skilvirka og góða þjónustu.
Teymisstjórnun – Stýra, hvetja og þróa fjölmennt og fjölbreytt teymi til að tryggja virkni og árangur.
Fjárhagsleg frammistaða – Auka sölu og arðsemi með því að innleiða aðferðir til að hámarka tekjur og halda kostnaði í lágmarki.
Upplifun viðskiptavina – Tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og viðhalda háum gæðastöðlum og gestrisni SSP.
Eftirfylgni og öryggi – Tryggja að allur rekstur uppfylli matvælaöryggis-, hreinlætis- og öryggisreglur flugvallar.
Samstarf við hagsmunaaðila – Vinna náið með flugvallayfirvöldum, birgjum og innanhústeymum til að tryggja hnökralausan rekstur.
Hverju við leitumst eftir
Reynsla af rekstrarstjórnun, helst í smásölu, ferðaþjónustu eða á veitingastöðum.
Sterkur leiðtogi með áhuga á að þjálfa og þróa teymi.
Frábær samskiptahæfni á ensku (íslenska er kostur).
Árangursmiðað hugarfar, með reynslu af sölu, fjárhagsáætlunargerð og fjárhagsuppgjöri.
Hæfni til að blómstra í hraðskreiðu og kviku umhverfi flugvalla.
Reynsla af rekstri á flugvöllum eða verslun fyrir ferðalanga er kostur.
Það sem að við bjóðum upp á
Samkeppnishæf laun og árangurstengdar bónusgreiðslur.
Líflegt og spennandi starfsumhverfi á annasömum flugvelli.
Tækifæri til starfsþróunar innan alþjóðlegs nets SSP.
Fyrirtækjamenning sem að byggir á stuðningi og samvinnu.
Vertu partur af leiðandi fyrirtæki í sölu á veitingum og öðrum nauðsynjum til ferðamanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Dögg Ómarsdóttir elin@hagvangur.is