Reyndur byggingafræðingur – COWI

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Langar þig að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.

Við hjá COWI á Íslandi leitum að reyndum byggingafræðingi til að styrkja deild okkar í arkitektúr og byggingareðlisfræði. Í deildinni starfar fjöldi sérfræðinga öllum aldri og með fjölbreyttan bakgrunn. Í starfinu munt þú leiða og hafa umsjón með hönnun og undirbúningi aðal- og séruppdrátta. Við leitum að einstaklingi sem getur verið leiðandi í vinnslu yfirstandandi verkefna á sviði iðnaðar- og orkuinnviða og við framkvæmd fjölbreyttra verkefna okkar til framtíðar.

Hæfnikröfur

  • B.Sc. gráða í byggingafræði
  • Löggilding mannvirkjahönnuða
  • Víðtæk og yfirgripsmikil reynsla á sviði mannvirkjahönnunar
  • Víðtæk og yfirgripsmikil reynsla í Revit
  • Reynsla af því að nýta BIM upplýsingalíkön við hönnun (æskilegt)

Færni þín er lykillinn að velgengni okkar. Við vinnum þvert á landamæri og fræðigreinar og deilum þekkingu og byggjum upp sterk tengsl við samstarfsmenn og viðskiptavini.

Til að ná árangri í þessari stöðu teljum við að þú þurfir að vera jákvæður einstaklingur sem getur unnið sjálfstætt sem og leiðbeint samstarfsfólki.

Við hjá COWI, í samstarfi við viðskiptavini okkar, stuðlum að sjálfbærum heimi þar sem fólk og samfélög fá að vaxa og dafna. Við gerum það með því að nýta þekkingu okkar, forvitni og hugrekki til að finna lausnir til að skapa betri heim. Við höfum sett okkur það markmið að stuðla að sjálfbærri þróun í öllum okkar verkefnum.

Skrifstofur COWI eru staðsettar í 35 löndum víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Norður-Ameríku og Asíu. Hjá okkur starfa um 8.000 aðilar, að meðtöldum 250 einstaklingum á Íslandi, sem búa yfir sérþekkingu í verkfræði, arkitektúr, orku- og umhverfismálum.

Við bjóðum líka uppá

  • Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð
  • Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkir
  • Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum
  • Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi
  • Starfsþróunarmöguleikar innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræn þjálfun hjá COWI Academy
  • Árlegt heilsufarsmat

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um sem fyrst þar sem við munum reyna að vinna umsóknir jafnóðum eins og hægt er. Kostur er ef þú getur byrjað sem fyrst.

Fögnum fjölbreytileikanum og öll velkomin.  

Nánari upplýsingar

Hlynur Atli Magnússon – hlynur@hagvangur.is

Inga S. Arnardóttir – inga@hagvangur.is

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 30.04.2025

Reyndur byggingafræðingur – COWI

Höfuðborgarsvæðið
Umsóknarfrestur: 30.04.2025