Sérfræðingur í byggingarkostnaði – HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum einstaklingi með tæknilega þekkingu á byggingu húseigna í teymi brunabótamats á starfsstöð HMS á Akureyri.

Samkvæmt lögum um brunatryggingar á að brunatryggja öll hús og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins. Matið á að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekið hús eftir altjón þannig að það verði sambærilegt því sem það var áður með tilliti til aldurs og ástands.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf við útreikning byggingarkostnaðar og þróun á aðferðafræði brunabótamats. Mikil framþróun á sér stað í teyminu og krefjandi og skemmtileg verkefni framundan.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun aðferðarfræði við útreikning brunabótamats
  • Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats
  • Gagnasöfnun og skoðun eigna
  • Greining og miðlun upplýsinga um byggingarkostnað og þróun brunabótamats
  • Þjónusta við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög
  • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði
  • Reynsla af mannvirkjagerð og /eða hönnun mannvirkja er kostur
  • Þekking og reynsla af tölfræðilegri greiningu er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Lipurð í teymisvinnu, góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslensku og enskukunnátta

Um fullt starf er að ræða.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er sjálfstæð stofnun sem lýtur sérstakri stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir félags- og húsnæðismálaráðherrainnviðaráðherra. Stofnunin starfar að verkefnum á sviði húsnæðismála, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og brunavarna, fer með samhæfingarhlutverk opinberrar markaðsgæslu, og rekur fasteignaskrá ásamt því að sinna verkefnum því tengdu. Hjá HMS er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun.

Umsóknum skal fylgja með ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að frestur rennur út.

Lögð er rík áhersla á fjölbreytni og við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar

Hrafn Svavarsson, Teymisstjóri – hrafn.svavarsson@hms.is

Soffía Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri – soffia.gudmundsdottir@hms.is

Elín Dögg Ómarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi – elin@hagvangur.is

Akureyri
Umsóknarfrestur: 28.04.2025

Sérfræðingur í byggingarkostnaði – HMS

Akureyri
Umsóknarfrestur: 28.04.2025