Supply Chain Manager – Icelandic Glacial

Icelandic Glacial óskar eftir árangursdrifnum stjórnanda til að leiða birgðastjórnun og innkaup fyrirtækisins. Óskað er eftir einstaklingi sem hefur metnað fyrir að þróa lausnir í hagræðingarskyni á þessu sviði og til að bæta gæði og ánægju viðskiptavina.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra og er starfsstöð í húsnæði Icelandic Glacial í Ölfusi. Boðið er upp á gott starfsumhverfi, góðan starfsanda og sveigjanlegan vinnutíma í samráði við yfirmann.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og eftirlit með birgðum, innkaupum og flutningum
  • Áætlanagerð, kostnaðargreining, eftirlit og ýmsar greiningar
  • Umsjón með lykilmælikvörðum og frammistöðu aðfangakeðjunnar
  • Stefnumótun, markmiðasetning, þróun ferla, umbóta og innkaupa- og birgðastefnu ásamt umsjón með verklagsreglum
  • Samskipti við birgja og samningagerð
  • Samstarf við önnur rekstrarteymi fyrirtækisins
  • Önnur verkefni á þessu sviði

Hæfnikröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af birgðakeðju og vörustjórnun
  • Reynsla af greiningarvinnu og sölu- og rekstraráætlun
  • Þekking og reynsla af ERP kerfum
  • Góð greiningar- og samningahæfni
  • Leiðtogahæfileika og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, lausnamiðaður hugsunarháttur og frumkvæði
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Icelandic Glacial framleiðir og selur vatn í stórum stíl og lagður er mikill metnaður í að reka sjálfbæran rekstur sem er alfarið knúinn af jarðvarma og vatnsafli. Hjá Icelandic Glacial starfar öflugur og góður hópur með það markmið að framleiða og selja einstaka gæðavöru.

Nánari upplýsingar:

Elín Dögg Ómarsdóttir elin@hagvangur.is

Ölfus
Umsóknarfrestur: 05.05.2025

Supply Chain Manager – Icelandic Glacial

Ölfus
Umsóknarfrestur: 05.05.2025