Newrest leitar að öflugum tæknimanni til að ganga til liðs við rekstrarteymi félagsins á Keflavíkurflugvelli.
Sem hluti af teymi sem sinnir daglegum rekstri verksmiðjunnar verður þú ábyrgur fyrir fyrirbyggjandi viðhaldi á sjálfvirkum búnaði og vélum á framleiðslusvæðinu, þar á meðal:
Sjálfvirkar pökkunarlínur með vélmennum
Sjálfvirkar bakka-uppsetningarlínur
Iðnaðareldhúsbúnaður (ofnar, kælitunnlar o.fl.)
Efnisflutningsbúnaður
Tölvu- og netkerfi
Starfið felur einnig í sér að tryggja að viðhaldsáætlun sé virt og að búnaður virki sem skyldi. Þú gætir þurft að ferðast stöku sinnum erlendis í tengslum við þjálfun og viðhald á sjálfvirkum framleiðslutækjum.
Helstu verkefni
Mótun og innleiðing viðhaldsáætlunar í viðhaldskerfi (CMMS)
Greining og úrbætur á bilunum í búnaði, samhæfing og skráning
Skipulag og eftirfylgni með fyrirbyggjandi viðhaldi
Undirbúningur og uppsetning nýs búnaðar
Umbætur á búnaði og framleiðsluferlum í samvinnu við teymi
Umsjón með verkfærageymslu og birgðahaldi varahluta
Aðstoð við starfsfólk við notkun og einfalt viðhald búnaðar
Hæfniskröfur
Iðnmenntun á sviði vélvirkjunar, rafvirkjunar, eða annað sem nýtist í starfi
Haldbær reynsla í sambærilegu starfi, helst í matvælaiðnaði eða framleiðslu
Góð hæfni í að lesa tækniteikningar
Þekking á vélfræði, loftkerfum og/eða sjálfvirkni og vélmennum