Umsjónarkennari á yngsta stigi – Kirkjubæjarskóli

Kirkjubæjarskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara fyrir skólaárið 2025 -2026.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu, undirbúning og námsmat í samstarfi og samráði við aðra kennara og skólastjórnendur
  • Árganga- og teymiskennsla
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra, stjórnendur og fagfólk
  • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

Hæfnikröfur

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af kennslu yngri barna æskileg
  • Góð færni í teymisvinnu og samskiptum
  • Faglegur metnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð þekking í upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða fullt starf.

Nýlega voru skólastofnanirnar Kirkjubæjarskóli á Síðu og Heilsuleikskólinn Kæribær sameinaðar í einn samrekinn skóla. Þar eru gildin virðing, jákvæðni, samstaða og sjálfbærni höfð að leiðarljósi.

Kirkjubæjarskóli er í samstarfi við Tónlistarskóla Skaftárhrepps og Héraðsbókasafnið. Þessar stofnanir eru í sama húsnæði og samtengdar íþróttahúsi og sundlaug. Mötuneyti er til staðar fyrir alla nemendur. Mjög miklar endurbætur hafa verið og eru á húsnæði grunnskólans og skólalóð.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu skólans: https://www.klaustur.is/is/ibuar/kirkjubaejarskoli-a-sidu

Kirkjubæjarklaustur er í Skaftárhreppi um 250 km austur af Reykjavík. Í sveitarfélaginu búa um 700 íbúar. Á Klaustri er taktur lífsins rólegri og möguleikar til útivistar í einstakri náttúrufegurð eru óþrjótandi.

Skaftárhreppur getur aðstoðað við leit á húsnæði á hagstæðum kjörum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar

Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri – holmfridur@klaustur.is sími: 664 8235

Elín Dögg Ómarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi – elin@hagvangur.is

Kirkjubæjarklaustur
Umsóknarfrestur: 28.04.2025

Umsjónarkennari á yngsta stigi – Kirkjubæjarskóli

Kirkjubæjarklaustur
Umsóknarfrestur: 28.04.2025