Stefanía Hildur Ásmundsdóttir

Ráðgjafi

Stefanía er með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu frá Vrije Universiteit Amsterdam í vinnusálfræði. Hún lagði áherslu á vellíðan og heilsu í sínu námi, en sem lokaverkefni til mastersgráðu framkvæmdi hún t.a.m. rannsókn um líðan, tilfinningar og núvitund í starfi. Stefanía hefur alla tíð unnið með samskipti, enda sýnir Hogan persónuleikamatið að hún kýs að vera innan um fólk og leiðist dagar þar sem ekki eru viðtöl eða fundir með nýju áhugaverðu fólki.