Sverrir er einn af eigendum Hagvangs. Hann er með meistaragráðu í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og lærði starfsmannaval og viðtalstækni hjá BI Norwegian Business School. Sverrir sinnir að mestu stjórnendaráðningum, hefur setið í ýmsum valnefndum og hefur byggt upp sterk tengsl í íslensku viðskiptalífi. Hogan persónuleikamatið segir að Sverrir hafi skoðanir á öllu mögulegu og nýtur þess að vera innan um fólk.