Hagvangur

Samstarfssamningur Hagvangs og Lífs og sálar.

Í dag undirrituðum við í Hagvangi samstarfssamning við sálfræðistofuna Líf og Sál í tengslum við Siðferðisgáttina. Í samningnum felst að Hagvangur mun vísa þeim málum, sem koma í gegnum Siðferðisgáttina og eru þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, til Lífs og sálar óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Samstarf þetta mun styrkja þjónustu Siðferðisgáttarinnar enn frekar þar sem gætt er að faglegum vinnubrögðum við úrvinnslu allra mála og hlökkum við mikið til samstarfsins. ... lesa meira


Siðferðisgáttin - Ný þjónusta

Hagvangur býður nú nýja þjónustu, Siðferðisgáttina, sem er til þess ætluð að styrkja stoðir góðrar vinnustaðamenningar. Með Siðferðisgáttinni geta fyrirtæki/stofnanir boðið öllu starfsfólki, óháð stöðu, að koma því á framfæri til óháðs aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á vinnustaðnum og fer málið þar með strax í faglegan farveg. ... lesa meira


Sjá allar fréttir