Reynslumiklir ráðgjafar Hagvangs sinna nokkur hundruð ráðningum á ári hverju og hafa því yfirgripsmikla þekkingu á markaðnum.

Hjá Hagvangi hefur alltaf verið lögð áhersla á fagleg vinnubrögð, gagnkvæman trúnað og persónulega þjónustu.

Við tökum að okkur ráðningar í allar tegundir starfa og sníðum þjónustuna að mismunandi þörfum fyrirtækja með það að leiðarljósi að finna og ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinni.

Við bjóðum uppá úrvals þjónustu, frá byrjun til enda, tökum að okkur allt ráðningarferlið eða afmarkaðan hluta þess, allt eftir þörfunum hverju sinni.

Þjónustan okkar

Almennt ráðningarferli frá A-Ö

Starfslýsingar, auglýsingar, mat umsókna, fagleg viðtöl, öflun umsagna, persónuleikamat, fyrirlögn verkefna og margt fleira.

Leit í öflugum gagnagrunni

Gríðarlega stór grunnur með fullt af áhugaverðu fólki sem er til í að skoða spennandi tækifæri.

Stjórnendaleit

Við nýtum okkar sterku tengsl í íslensku atvinnulífi til að finna hæfasta fólkið.

Stjórnarseta

Rétt samsett stjórn skiptir miklu máli þegar horft er til stjórnarsetu.

Persónuleikamat

Hogan persónuleikamatið er eitt það virtasta í heiminum í dag.

Ráðgjöf í ráðningarferlinu

Við veitum ráðgjöf á öllum stigum ráðningarferlisins. Allt eftir þörfum viðskiptavina.

Ráðgjöf í launaviðræðum

Launaviðræður eru oft viðkvæmur þáttur en auðvitað gríðarlega mikilvægur. Við vitum hvernig best er að bera sig að.

Ráðningar í opinber störf

Opinberar ráðningar krefjast þess að einblínt sé á ferlið sjálft út frá viðurkenndum faglegum aðferðum. Þetta kunnum við.

Ráðningar á einkamarkaði

Faglegt ráðningarferli, leit í gagnagrunni, hausaveiðar og fleira, en jafnframt trúnaður og persónuleg þjónusta.

Viltu vita meira?

Hafðu endilega samband.