BRAUTRYÐJENDUR Á SVIÐI RÁÐNINGA OG RÁÐGJAFAR

Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 7 sérfræðingar, annars vegar við ráðningar og hins vegar við stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og árið 2013 var endurvakið ráðgjafasvið fyrirtækisins. Hagvangur þjónustar árlega hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf  og margt fleira.
 

Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breytt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra þátta sem við erum gríðarlega stolt af.  Við höfum það að leiðarljósi að leggja stöðuga áherslu á nýjungar í þjónustu og áreiðanleika í öllum þeim störfum sem við tökum okkur fyrir hendur.

Í upphafi beindust sjónir Hagvangs mest að ráðningum. Fyrst í stjórnunar- og sérfræðistörf en fljótlega fór Hagvangur að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við ráðningar á öllum sviðum atvinnulífisins.

 

Ráðgjöf, ráðningar og framúrskarandi þjónusta

Hagvangur hefur átt því láni að fagna að geta þjónustað bæði stór og smá íslensk fyrirtæki og opinberar stofnanir. Jafnframt hefur Hagvangur tekið þátt í ráðgjafaverkefnum innanlands sem erlendis hin síðari ár. Frá upphafi hefur Hagvangur verið í fararbroddi hvað varðar starfsaðferðir, þróun og þjónustu á þeim markaði sem við störfum.

Sérstaða Hagvangs felst m.a. í eftirfarandi:

  • Markmið Hagvangs frá upphafi hefur verið að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi persónulega þjónustu
  • Traust og vönduð vinnubrögð – gagnkvæmur trúnaður
  • Áralangri þekkingu,reynslu og tengslum við íslenskan vinnumarkaði
  • Sterkum faglegum bakgrunni starfsfólks
  • Ómetanlegri reynslu af mannauðsráðgjöf og ráðningum innanlands sem erlendis
  • Góðum tengslum við erlend ráðgjafafyrirtæki
  • Faglegri úttekt Persónuverndar á verklagi og öryggismálum Hagvangs er lokið